Skilmálar – Eldsneytiskaup hjá Dælunni og bílaþvottur hjá Löðri

Skilmálar þessir gilda fyrir kort frá Dælunni og Viðskiptakort Löðurs. Til einföldunar verður hér eftir talað um Kortið þegar átt er við kort Dælunnar, Viðskiptakort Löðurs eða sameiginlegt kort Dælunnar og Löðurs. Hafi skilmálar þessir ekki verið samþykktir við umsókn eða afhendingu Kortsins teljast þeir samþykktir við fyrstu notkun hjá Dælunni eða Löðri.

 1. Skráður handhafi Kortsins, (hvort sem er fyrirtæki eða einstaklingur), hér eftir nefndur Fyrirtækið og Dælan ehf. kt: 460918-0570, hér eftir nefnd Dælan, og Löður ehf kt: 580912-0280 gera með sér eftirfarandi samning um kaup á eldsneyti og rúðuvökva á benínstöðvum Dælunnar og bílaþrif og vörur hjá Löðri með Kortinu.
 2. Viðskiptakort Löðurs, sem Fyrirtækið kann að hafa nú þegar til umráða og skráð er í gagnagrunn Löðurs verður, með samningi þessum og með heimild frá Fyrirtækinu, skráð í gagnagrunn Dælunnar. Við það verður hægt að nota Löðurkortið til eldsneytiskaupa á Dælunni.
 3. Fyrirtækið heimilar Dælunni að nota allar skráðar upplýsingar, þ.m.t. tölvupóstfang, símanúmer og almennar upplýsingar úr þjóðskrá og vinna með upplýsingar um kaup hans á vörum og þjónustu Dælunnar og Löðurs.
 4. Dælan sendir sundurliðað yfirlit ásamt reikningi yfir viðskipti Fyrirtækisins við bensínstöðvar Dælunnar. Löður veitir Fyrirtækinu aðgang að yfirliti yfir viðskipti við bílaþvottastöðvar Löðurs á lodur.is og sendir Fyrirtækinu reikning fyrir viðskiptunum. Fyrirtæki skuldbindur sig til að greiða viðskiptaskuld sína eigi síðar en á eindaga.
 5. Reikningstímabil er einn almanaksmánuður. Gjalddagi er 3. virki dagur eftir úttektarmánuðinn og eindagi 15 dögum síðar. Dráttarvextir reiknast á gjaldfallna kröfu samkvæmt lögum um vexti og verðtryggingu frá gjalddaga ef ekki er greitt á eindaga.
 6. Viðskipti með Kortið eru bundin við ákveðnar hámarksfjárhæðir á mánuði. Ákvörðun um hámarksfjárhæð úttektar Fyrirtækisins skal ákveðin af Dælunni og Löðri í samráði við Fyrirtækið.
 7. Dælan og Löður hafa heimild til að loka viðskiptareikningi Fyrirtækisins vegna vanskila eða misnotkunar á Kortinu án fyrirvara á hvaða tímapunkti sem er.
 8. Báðir aðilar hafa leyfi til að segja upp samningi þessum hvenær sem er og tekur sú uppsögn gildi strax.
 9. Kortið og kortanúmer þess er eign Dælunar og Löðurs. Meðferð og notkun Kortsins er á ábyrgð Fyrirtækisins.
 10. Fyrirtækið skuldbindur sig til að greiða að fullu allar þær úttektir sem framkvæmdar eru með Kortinu hvort sem þær eru í þágu Fyrirtækis eða þriðja aðila, með eða án vitneskju Fyrirtækisins.
 11. Fyrirtækið ber ábyrgð á því að rétt afgreiðslustöð sé valin, rétt afgreiðsludæla sé valin, að réttri eldsneytis-tegund sé dælt, að réttur þvottur sé valinn og að leiðbeiningum sé fylgt við eldnsneytiskaup og bílaþvott. Ef Kortið tapast ber Fyrirtækinu að tilkynna það tafarlaust til Dælunnar á daelan@daelan.is og í síma 519-3560 eða í síma 568-0000 (veljið 2) og með tölvupósti á lodur@lodur.is. Frá því tilkynningin berst Dælunni eða Löðri er Fyrirtækið ekki lengur ábyrgt vegna misnotkunar Kortsins.
 12. Dælan og Löður áskilja sér rétt til að breyta skilmálum þessum. Breytingar á skilmálum skulu kynntar eigi síðar en 15 dögum áður en breyttir skilmálar taka gildi. Afhending nýrra viðskiptaskilmála í tölvupósti og/eða birting á heimasíðunni daelan.is og lodur.is, telst nægileg tilkynning samkvæmt framansögðu.
 13. Fyrirtækið skal tilkynna breytingar á aðsetri, símanúmeri og tölvupóstfangi til Dælunnar á daelan@daelan.is eða til Löðurs á lodur@lodur.is, eins fljótt og hægt er til að tryggja að viðeigandi upplýsingar berist aðilum Fyrirtækisins eftir eðlilegum leiðum.

Ágreiningur
Rísi ágreiningur milli aðila um efni þessara viðskiptaskilmála eða vegna brota á þeim er heimilt að reka mál vegna þess fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur skv. ákvæðum laga nr. 91/1991.

Gildistími skilmála:
Skilmálar þessir gilda frá 13. maí, 2020